ÞJÓNUSTUSVIÐ OKKAR ERU FJÖGUR

Með fyrsta flokks tækjabúnaði ásamt reynslu og sérhæfingu starfsfólks bjóðum við upp á vandaða og áreiðanlega þjónustu.

HLJÓÐVINNSLA

Rokk. Kvikmyndir. Talsetningar. Klassík. Hljóðsetning. Jazz. Popp. Í hljóðveri, tónleikasal, á kvikmyndatökustað, í kirkju, í kjallara eða í Eldborgarsal Hörpu. Og allt þar á milli.

Stúdíó Sýrland hefur á að skipa einvala liði upptökumanna- og kvenna sem samtals hafa hátt í 200 ára reynslu og sérhæfingu í upptökum og hljóðvinnslu. Framúrskarandi tækjabúnaður og góð aðstaða sem hentar í flest öll verkefni gerir Stúdíó Sýrland að ákjósanlegum samstarfsaðila í flest verkefni á sviði hljóðvinnslu - bæði lítil og stór...

Áratugareynsla í faginu, fyrsta flokks tækjabúnaður ásamt frábærri aðstöðu gera Stúdíó Sýrland að ákjósanlegum samstarfsaðila við hverskonar upptökur og hljóðvinnslu...

LESA MEIRA

MYNDLAUSNIR

Viltu taka upp tónleikana, kappleikinn, árshátíðina, leikritið, fundinn, ráðstefnuna eða aðra viðburði á allt að 8 HD myndavélar, klippa samtímis og senda út í beinni útsendingu;  á netið, í símann, í spaldtölvuna, í borðtölvuna eða í sjónvarp?  Um allan heim?  

Stúdíó Sýrland er vel tækjum búið af myndupptökubúnaði en fyrirtækið sérhæfir sig í að taka upp tónleika og uppákomur. Fyrirtækið hefur yfir að ráða 12 fullkomnum HD myndavélum ásamt öðrum búnaði sem hentar sérstaklega vel við upptöku og/eða útsendingu á slíkum viðburðum.

Lítil eða stór verkefni, persónuleg þjónusta, sérsniðin að þörfum verkefnisins hverju sinni.   Ekkert verkefni er of lítið - fá verkefni of stór...

LESA MEIRA

NÁM OG NÁMSKEIÐ

Í örum vexti hinna skapandi greina hefur Stúdíó Sýrland skapað sér sérstöðu sem fyrirtæki sem ekki aðeins nýtir þá þekkingu og aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða fyrir hefðbundna viðskiptavini heldur er fyrirtækið leiðandi í að tvinna saman starfsemina við fræðslu í skapandi greinum.

Diplomanám í Hljóðtækni í samvinnu við Tækniskólann, Talsetninganámskeið, Hljóðupptökunámskeið, ProTools námskeið, Hljóð- og kvikmyndasmiðjur í samvinnu við Fræðuslumiðstöðvar víðsvegar um landið og fleiri námskeið eru í boði.

Vönduð og markviss námskeið, kennd af fagmönnum við fyrsta flokks aðstæður...

LESA MEIRA

HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLA

Hönnun og framsetning kynningarefnis er eitt mikilvægasta atriðið þegar koma skal sköpunarverki á framfæri.  Litlu atriðin sem eru samt svo stór í víða samhenginu.  Plötuumslög, veggspjöld, auglýsingar fyirr prent og ljósvakamiðla, skilti og titlar eru dæmi um slíkt og hjá Sýrlandi er víðtæk þekking og reynsla við slík verkefni.

Framleiðslu og hönnunardeild Stúdíó Sýrlands hefur margra ára reynslu í gerð kynningarefnis af öllu tagi, hvort heldur er fyrir prent- eða ljósvakamiðla. Við fylgjum öllum verkefnum vel eftir og með hagstæðum samningum við prentsmiðjur og ljósvakamiðla sjáum við til þess að útkoman verði eins og best verður á kosið.

Stúdíó Sýrland fjölfaldar einnig CD og DVD í stórum upplögum, m.a. í samvinnu við SONY DADC í Austurríki sem er einn stærsti framleiðandi í heimi á cd og dvd.  Einnig eigum við sérhönnuð fjölföldunartæki fyrir cd/dvd sem gerir okkur kleift að framleiða smærri upplög á hagstæðu með skömmum afgreiðslutíma....

LESA MEIRA