HLJÓÐTÆKNI

Frá 2009 hefur Tækniskólinn í samvinnu við Stúdíó Sýrland boðið upp á nám í Hljóðtækni en það er 12 mánaða markvisst nám í hljóðvinnslu.  Nemendur öðlast góða og haldbæra þekkingu á forsendum hljóðupptöku, hljóðvinnslu sem og þjálfun í að taka upp og vinna hljóð.  Námið hefst í janúar og skiptist í þrennt, vor- sumar og haustönn.  Námið er samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og er lánshæft hjá LÍN.

Námið fer að mestu leiti fram hjá Stúdíó Sýrlandi, teknir eru inn að hámarki 20 nemar á ári til að tryggja að hver og einn nemandi fái góðan tíma og athygli.  Nemendurnir fá bóklega fræðslu og verkþjálfun með þeim hætti að nemendurnir vinna með fyrirtækinu í raunhæfum verkefnum þar sem fæðsla, fagþekking og verkkunnátta er samtvinnuð.

Með því að kenna fagið í samvinnu við starfandi fyrirtæki í faginu með takmörkuðum nemendafjölda næst fram betri og nánari kennsla sem ætti að skila sér í hæfari hljóðmönnum.  Kennt er flest það sem viðkemur hljóðvinnslu, m.a. tónlistarupptökur og vinnsla, talsetningar, "live" hljóð, tónlistarsköpun, tónfræði, kvikmynda- og tölvuleikja vinnsla og fleira.

Hljóðtæknin er samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og er lánshæft hjá LÍN.  Nánari upplýsingar um námið má finna á www.tskoli.is 

KVIKMYNDATÆKNI

Haustið 2014 mun Tækniskólinn í samvinnu við Stúdíó Sýrland hefja nám í Kvikmyndatækni sem verður 2ja ára nám, kennt á hefðbundin hátt á haust og vorönnum.  

Námið verður með svipuðu sniði og Hljóðtækni þar sem aðal áherslan verður lögð á tæknistörf tengd kvikmyndagerð.  Að hámarki verða teknir inn 20 nemendur á hverju ári og verða gerðar miklar kröfur með það að markmiði að útskrifa hæfa og vel þjálfaða einstaklinga til að starfa í faginu.  Nemendurnir fá bæði bóklega og verklega þjálfun og fá að vinna að raunhæfum verkefnum þar sem fræðsla, fagþekking og verkkunnátta verða samtvinnuð.

Nánari upplýsingar um námið verða kynnt vorið 2014

TALSETNINGARNÁMSKEIÐ

Hin sívinsælu Talsetningarnámskeið eru haldin reglulega hjá Stúdíó Sýrlandi en þau eru yfirleitt kennd á vorönn ár hvert.  Kennt er í barna, unglinga og fullorðinshópum og er takmarkaður fjöldi í hverjum hóp til að tryggja að allir fái að spreyta sig.  

Farið er í grunnatriði leiklistar, s.s. öndun, framsögn og leiki til að hrista hópana saman og síðan er farið í stúdíó þar sem talsettur er sjónvarpsþáttur og allir fá að prófa að talsetja og/eða syngja lag. 

Allir útskrifast svo með viðurkenningaskjal og fá eintak af DVD diski með talsetningunni sinni.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.talsetning.is

FRÁ HUGMYND AÐ LAGI

Reglulega er haldið upptökunámskeið fyrir almenning þar sem farið er í helstu þætti er varða upptökur á tónlist.  Námskeiðin eru sniðin að þörfum markaðarins hverju sinni og eru haldin þegar þátttakendafjöldi er nægur.  Námskeiðið hentar vel tónlistaráhugamönnum sem langar að koma sínum lagahugmyndum í fast form.

Á námskeiðinu eru þáttakendur leiddir í gegnum ferlið að taka lagahugmynd og fullvinna hana í Pro Tools upptöku-umhverfinu með þeim verkfærum sem í boði eru.  Nemendur þurfa að hafa aðgang að Pro Tools 8 eða ofar til að vinna verkefni heima, búa yfir þokkalegri tölvukunnáttu og eiga lagahugmynd til að vinna úr.

Námskeiðið er alls 20 klukkutímar.  Allir tímar eru teknir upp á video og þáttakendur hafa aðgang að þeim í 2 vikur eftir að námskeiði lýkur.  Hámarksnemendafjöldi á hverju námskeiði eru 12 nemendur til að tryggja að sem bestan árangur

Er þetta eitthvað sem vekur áhuga þinn?  Hafðu samband við okkur og láttu vita af þér - námskeiðin verða haldin þegar næg þáttaka næst.

PRO TOOLS 101/110 CERTIFIED

Hefurðu áhuga á upptökum og hljóðvinnslu?  Viltu læra á mest notaða upptökuforrit í heimi?  Stúdíó Sýrland er eini "Avid Certified" samþykktur kennsluaðili í Íslandi á mest notaða upptökuforrit í heimi - ProTools - en sérhæfðir kennarar með kennsluréttindi á forritið sjá um kennsluna.  

Kennslan fer fram á fyrsta flokks búnað þar sem hver nemandi hefur sína tölvu með uppsettu ProTools og hafa nemendur aðgang að upptökum af kennslutímum að námskeiði loknu en þá getur viðkomandi rifjað upp kennslustundirnar heima á sínum tíma.

Nemendur geta að námskeiði loknu tekið próf í ProTools og verða þá viðurkenndir sem "ProTools Licenced operator" og fara á skrá á heimasíðu AVID (framleiðanda ProTools) sem slíkir en þangað geta aðilar leitað að hljóðmönnum á sínu svæði sem lokið hafa prófi í forritinu.

Rúsínan í pylsuendanum er sú að nemendurnir geta að námskeiði loknu keypt ProTools forritið á sérstöku námsmannaverði sem er 70% ódýrara en listaverð og fá auk þess fríar uppfærslur á kerfið í 4 ár að námi loknu.

HLJÓÐSMIÐJUR

Ertu lagahöfundur eða hefurðu áhuga á tónlist og langar að kynnast upptökuferli - frá hugmynd að fullbúnu lagi ?

Frá 2010 hefur Stúdíó Sýrland í samvinnu við Vinnumálastofnun og Símenntunarmiðstöðvar um allt land boðið upp á smiðjur í skapandi greinum.  Tvær smiðjur eru í boði - Hljóðsmiðja og Kvikmyndasmiðja.  

Hljóðsmiðja er 3ja vikna námskeið í hljópupptökum þar sem farið er í helstu atriði sem skipta máli við upptökur á lagi - frá því hugmynd kviknar, hvernig á að stilla upp hljóðnemum, upptökuferlið, hljóðblöndun og lokavinnsla að fullbúnu lagi.  Notast er við og kennt á Pro Tools upptökuforritið  á námskeiðinu sem er útbreiddasta upptökforritið í heiminum í dag.  Þáttakendur hafa einnig kost á því að þreyta viðurkennt próf frá Avid, framleiðanda Pro Tools hugbúnaðarins að námskeiði loknu og eiga þá kost á því að hljóta viðurkenningu sem ACU (Avid Certified User) sem er alþjóðleg viðurkenning.

Kennt er daglega í 4 tíma í senn í 3 vikur.  Námskeiðið er haldið í samvinu við Fræðslumiðstöðvar og aðrar menntastofnanir viðsvegar um landið.  Námskeiðin eru mjög verkleg og séð er til þess að allir þátttakendur séu virkir á meðan á smiðju stendur.  

Námskeiðið er oftast haldið í samvinu við Fræðslumiðstöðvar og menntastofnanir viðsvegar um landið en gæti líka hentað fyrir framhaldsskóla og félagsmiðstöðvar.  Námskeiðin eru oftast haldin hjá Stúdíó Sýrlandi en ekkert mál er að halda námskeið í skólunum/félagsmiðstöðvum eða á landsbyggðinni því við getum mætt á svæðið með allan búnað - tölvu fyrir hvern nemanda, upptökutæki og annan nauðsynlegan búnað.  Nánari upplýsingar má fá í 563-2910

KVIKMYNDASMIÐJUR

Langar þig að vita "mannganginn" í kvikmyndagerð og fara í stuttu og markvissu námskeiði yfir allan ferilinn við gerð kvikmyndar - frá handritsgerð að kvikmynd og fá að koma að flestu í ferlinum ?

Frá 2010 hefur Stúdíó Sýrland í samvinnu við Vinnumálastofnun og Símenntunarmiðstöðvar um allt land boðið upp á smiðjur í skapandi greinum.  Tvær smiðjur eru í boði - Hljóðsmiðja og Kvikmyndasmiðja.  

Kvikmyndasmiðjan er 3ja vikna námskeið í kvikmyndasköpun þar sem farið er í helstu grunnatriði við framleiðslu suttmyndar - allt frá handritsgerð til lokavinnslu.   Kennt er daglega í 4 tíma í senn í 3 vikur samfleytt.  Námskeiðin eru mjög verkleg og séð er til þess að allir þátttakendur séu virkir á meðan á smiðju stendur.  

Námskeiðið er oftast haldið í samvinu við Fræðslumiðstöðvar og menntastofnanir viðsvegar um landið en gæti líka hentað fyrir framhaldsskóla og félagsmiðstöðvar.  Námskeiðin eru oftast haldin hjá Stúdíó Sýrlandi en ekkert mál er að halda námskeið í skólunum/félagsmiðstöðvum eða á landsbyggðinni því við getum mætt á svæðið með allan búnað - tölvu fyrir hvern nemanda, upptökutæki, kvikmyndavélar og annan nauðsynlegan búnað.  Nánari upplýsingar má fá í 563-2910

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Við erum sífellt að endurskoða námskeiðaflóruna okkar með þeim tilgangi að svara kalli um námskeiðahald hverskonar.

Á teikniborðinu eru m.a. námskeið tengd skapandi greinum og hugbúnaði tengdum þeim - m.a. í Final Cut X, Media Composer frá Avid og Premier Pro frá Adobe.  Þau námskeið verða haldin þegar næg þátttaka næst.

Ertu með hugmynd að námskeiði og telur að það sé eftirspurn eftir því?  Hafðu þá samband við okkur og við sjáum hvort það sé grundvöllur að halda námskeið.